R. Þórhallsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
R. Þórhallsson (f. 7. janúar 1973) er listamaður frá Húsavík sem einbeitir sér mest að teikningu, skúlptúr og kvikmyndagerð. Hann hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og víðar í Evrópu, gert stutt- og heimildamyndir, tónlistarmyndbönd, framið gjörninga og unnið sem blaðateiknari, leikstjóri, ljósamaður og sviðsmyndahönnuður m.m. Hann hefur starfað og verið búsettur í fríríkinu Kristjanía í Kaupmannahöfn síðan 1998.