Náttúruvísindi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Náttúruvísindi eru þær greinar vísinda sem fjalla um náttúruna í kringum okkur, jafnt dauða sem lifandi hluta hennar. Tilgangur þeirra er að reyna að lýsa náttúrunni og skilja hana.
[breyta] Náttúruvísindanám við Háskóla Íslands
Af náttúruvísindum eru til ótal undirgreinar og eru þær hvergi nærri allar kenndar á Íslandi. Náttúruvísindanám við Háskóla Íslands fer fram í Raunvísindadeild, en hún kennir raunar einnig greinar sem ekki teljast að öllu jöfnu til náttúruvísinda. Greinar náttúruvísinda sem kenndar eru við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hægt er að nema til prófs eru:
- Eðlisfræði
- Jarðeðlisfræði
- Efnafræði
- Lífefnafræði
- Líffræði
- Matvælafræði
- Jarðfræði
- Landfræði