Mosvallahreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mosvallahreppur var hreppur í Önundarfirði í Vestur-Ísafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Mosvelli.
Árið 1922 var hreppnum skipt í tvennt, sunnan fjarðar hét áfram Mosvallahreppur, en norðan hans Flateyrarhreppur. Hinn 1. júní 1996 sameinuðust Mosvallahreppur og Flateyrarhreppur á ný auk fjögurra annarra sveitarfélaga: Ísafjarðarkaupstaðar, Mýrahrepps, Suðureyrarhrepps og Þingeyrarhrepps, undir nafninu Ísafjarðarbær.