Landsframleiðsla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu. Hagvöxtur er breyting á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsluna er hægt að mæla og sýna á nokkra vegu en algengast er að hún sé sett fram samkvæmt svokallaðri ráðstöfunaraðferð. Hún byggist á því að gera grein fyrir hvernig þeim fjármunum sem verða til í hagkerfinu er ráðstafað.