Látraströnd
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Látraströnd er strandlengja í austanverðum Eyjafirði sem nær frá Grenivík í suðri og alla leið norður á Gjögurtá. Ströndin dregur nafn sitt af eyðibýlinu Látrum en ströndin er óbyggð fyrir utan nokkur býli rétt utan Grenivíkur, þar er lítið sem ekkert undirlendi. Yfir ströndinni gnæfa fjöllin Kaldbakur, Skersgnípa og Einbúi. Látraströnd tilheyrir Grýtubakkahreppi.