Látrabjarg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Látrabjarg er fuglabjarg á Vestfjörðum. Það er stærsta sjávarbjarg Íslands, 14 km að lengd og 441 metra hátt. Látrabjargi er í daglegu tali skipt í fjóra hluta Keflavíkurbjarg, Látrabjarg, Bæjarbjarg og Breiðavíkurbjarg. Látrabjarg hefur verið nytjað frá landnámstíð.