Kristófer af Bæjaralandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristófer af Bæjaralandi (16. febrúar 1416 – 6. janúar 1448) var kjörinn konungur Kalmarsambandsins eftir að Eiríkur af Pommern var settur af 1440 og samþykktur af þingum Svíþjóðar 1441 og Noregs 1442. Hann var sonur Jóhanns af Pfalz-Neumarkt og Katrínar, systur Eiríks. Hann var valinn sem ríkisstjóri af danska aðlinum 1439 og gerður að konungi árið eftir. Aðallinn í ríkisráðinu vildi konung sem væri þeim leiðitamur.
Kristófer gaf Hansasambandinu aftur réttinn til að versla milliliðalaust í ríki hans og gaf Kaupmannahöfn kaupstaðarréttindi 1443 og staðfesti hana sem höfuðborg. Hans er þó einkum minnst fyrir hörku gagnvart bændum eftir að hann barði niður stóra bændauppreisn á Norður-Jótlandi 1441.
Hann giftist Dóróteu af Brandenburg árið 1445 en lést þremur árum síðar barnlaus, sem síðasti arftaki Valdimars atterdags.
Fyrirrennari: Eiríkur af Pommern |
|
Eftirmaður: Kristján I |
|||
Fyrirrennari: Eiríkur af Pommern |
|
Eftirmaður: Karl Knútsson Bonde |
|||
Fyrirrennari: Eiríkur af Pommern |
|
Eftirmaður: Karl Knútsson Bonde |