Kjarneind
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjarneind er notað í kjarnefnafræði sem almennt heiti yfir nifteindir og róteindir, sem að frumeindakjarninn samanstendur af. Fjöldi kjarneinda í kjarna frumeindar er massatala frumeindarinnar því að kjarneindirnar hafa massa sem að er mjög nálægt einum atómmassa.