Spjall:Jón Sigurðsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hér er dálítið vandamál, hvernig á eiginlega að aðgreina þá Jón og Jón? Báðir hafa þeir verið seðlabankastjórar og báðir ráðherrar, meira að segja í sama ráðuneytinu! Það er spurning um að nota núverandi starfsheiti þeirra Jón Sigurðsson (ráðherra) og Jón Sigurðsson (aðalbankastjóri) eða kalla Jón hinn fyrri (fyrrum ráðherra). Kannski kenna þá við þá flokka sem þeir voru/eru ráðherrar fyrir. --Bjarki 2. júlí 2006 kl. 14:15 (UTC)
- Hvað með fæðingarár? --Sterio 2. júlí 2006 kl. 14:26 (UTC)
- Það er möguleiki að aðgreina þá með fæðingarári, en þeir eru samt fæddir með fimm ára millibili, svo hinn almenni borgari getur ruglast. Sting upp á að aðgreina þá með fæðingarárum og setja svo {{Aðgreiningartengill1}} efst í hvora greinina fyrir sig og vísa fólki þannig milli greinanna tveggja. --Jóna Þórunn 2. júlí 2006 kl. 14:39 (UTC)
- Óvitlaust. --Bjarki 2. júlí 2006 kl. 16:27 (UTC)
- Samþykkur. En varðandi þetta vandamál almennt, þá hef ég smátt og smátt verið að komast á þá skoðun að sniðugast sé að nota alltaf fæðingar- og (ef svo ber undir) dánarár til að aðgreina alnafna. Eins og einhver benti á fyrir þó nokkru síðan, þá getur sami maður verið þekktur af fleiri en einu starfi og sumir alveg eins af tómstundadútli eða einstakri uppákomu og er í raun afstætt, hverjum finnst hvað vera merkilegast. Ártöl eru hlutlaus hvað þetta varðar, segja bara á hvaða tímabili viðkomandi var uppi. Í öllum alfræðiritum og æviskráasöfnum sem ég man eftir í svipinn koma þessi ártöl strax á eftir nafninu og eru því í raun fyrsta aðgreiningaratriðið fyrir viðkomandi grein. EinarBP 2. júlí 2006 kl. 22:45 (UTC)