Hvanneyri
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hvanneyri er þéttbýlisstaður í Andakíl í Borgarbyggð. Hvanneyri er talin vera landnámsjörð Egils Skallagrímssonar og var þar lengi stórbýli. Árið 1889 var þar stofnaður bændaskóli og staðurinn byggðist upp í kjölfarið. Í dag er á staðnum Landbúnaðarháskóli Íslands, sem líka er á Reykjum í Ölfusi, Möðruvöllum í Hörgárdal og Keldnaholti í Reykjavík.
Á Hvanneyri er lítil matvörubúð og krá, búvélasafn og ullarsel. Íbúðarhús eru dreifð um svæðið og nemendagarðar, heimavist og skólahús tilheyra Landbúnaðarháskólanum. Hús Hvanna er vestarlega og hýsir það ýmis fyrirtæki, s.s. Búnaðarsamband Vesturlands, Vesturlandsskóga, Landssamband kúabænda og önnur landbúnaðartengd fyrirtæki. Að auki er þar að finna Andakílsskóla og leikskólann Andabæ. Við skólann er að finna stórann knattspyrnuvöll og er sparkvöllur kominn á teikniborðið.
Á Hvanneyri höfðu 234 lögheimili þann 1. desember 2005 en mun fleiri búa á staðnum og stunda þar nám í framhaldsskóla- og háskóladeildum Landbúnaðarháskólans.