Heljarhrun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heljarhrun er í heimsfræði tilgáta um að alheimurinn muni á endanum hætt að þenjast út og byrja að dragast aftur saman (andstæða miklahvells) þangað til hann myndar óendanlega þétta sérstæðu þar sem tímarúm mun enda.
[breyta] Forsendur
Gert er ráð fyrir að nægir kraftar séu fyrir hendi til að stöðnun verði á útþenslu alheimsins og er sú sérstæða kölluð hámarksstærð alheimsins; og hann byrji að dragast aftur saman á svipað löngum tíma og hann hefur verið að þenjast út. Rúmsveigja alheimsins þarf að vera nógu mikil til að vera jákvæð til þess að heimurinn byrji að dragast aftur saman. Ef rúmsveigjan er of lítil, eða fyrir neðan það sem kallast markþéttleiki, heldur heimurinn áfram að þenjast út.
Margar rannsóknir benda hinsvegar til þess að þetta eigi ekki eftir að gerast, heldur eigi heimurinn eftir að þenjast út með meiri hraða en áður og þyngdaraflið verði ekki nægilegt til að halda aftur af því.