Höfuðborgarsvæðið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuðborgarsvæðið er sá hluti Íslands sem samanstendur af Reykjavíkurborg og næsta nágrenni hennar. Algengasta afmörkun svæðisins er sú að það nái yfir Reykjavík og 6 nágrannasveitarfélög:
- Álftanes: 2.024 íbúar
- Garðabær: 9.036 íbúar
- Hafnarfjörður: 21.942 íbúar
- Kópavogur: 25.784 íbúi
- Mosfellsbær: 6.782 íbúar
- Seltjarnarnes: 4.547 íbúar
- Reykjavík: 113.730 íbúar
- Samtals: 183.845 íbúar
Höfuðborgarsvæðið myndar eitt nokkurn veginn samliggjandi þéttbýli þar sem yfir 60% Íslendinga búa.