Gilgamesharkviða
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gilgamesharkviða er forn Súmersk skáldsaga í ljóðformi um Gilgamesh, konung í borginni Úrúk í Mesópótamíu. Hann var sonur viskugyðjunnar Nínsún, og var því hálfur guð og hálfur maður.
Kviðan fannst á sjö stöðum, meðal annars fjórtán leirtöflur á Súmersku, þar af ellefu sem fundust við borgina Nippur í Mesópótamíu, ein við borgina Kish og tvær annarsstaðar. Á þær var rituð sagan Gilgamesh og land lifanda, sem fjallar um samskipti Gilgameshar við Útnapíshtim, sem sagt er að guðinn Ea hafi gefið eilíft líf að launum fyrir að bjarga tveimur dýrum af hverri tegund undan miklu flóði. Þrjár töflur í viðbót fundust á Súmersku við Nippur sem segja aðra sögu, Dauði Gilgameshar. Leirtöflur á Babýlónísku sem segja frá Enkidú, vini Gilgameshar, og bardaga þeirra við óvættinn Húmbaba.
Gilgamesharkviða hefur verið gefin út á íslensku í þýðingu Gunnars Dals.