Geysir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- „Geysir“ getur einnig átt við Hestamannafélagið Geysi.
- „Geysir“ getur einnig átt við Klúbbinn Geysi.
Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið yfir sér kræla. Áður gat hann gosið nokkuð reglulega gosum sem þeyttu vatni 60 til 80 metra upp í loftið. Eftir árið 1900 dró mikið úr gosvirkni hans og var kólnunarflötur vatnsins (yfirborðið) orðið of stórt. Þá var brugðið á það ráð að gera skurð úr hvernum til að leiða á brott umfram-magn af vatni til að létta undir með hvernum. Einnig var hent í hann 100 kg af handsápu til að vatnið myndi snöggsjóða.
Eftir Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 tók Geysir aftur til með að gjósa en hefur nú dregið sig í hlé.
Aðrir hverir á Geysissvæðinu eru Strokkur, Smiður, Litli-Strokkur og margir fleiri.