Flateyri
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem stendur við norðanverðan Önundarfjörð. Þar búa 306 manns. Þorpið er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í október árið 1995 féll gríðarlegt snjóflóð á þorpið og fórust 20 manns. Eftir það voru reistir gríðarmiklir snjóflóðavarnargarðar ofan við bæinn og hafa þeir a.m.k. einu sinni bjargað byggðinni frá flóði.