Flóabardagi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Orðið Flóabardagi hefur einnig verið haft um Persaflóastríðið 1990-1991.
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Ísland þar sem Íslendingar hafa skipað bæði lið, hann átti sér stað 25. júní 1244.
Þeir sem þarna börðust voru Þórður „kakali“ Sighvatsson og Kolbeinn „ungi“ Arnórsson. Þórður var með liðssafnað sem hann hafði dregið saman á Vestfjörðum, en Kolbeinn ungi var með norðlenskt lið. Þeir hittust á miðjum Húnaflóa og sló þegar í bardaga með liðunum. Aðalvopnin voru grjót. Um þennan bardaga og aðra mestu bardaga á Íslandi er best að lesa í Sturlungu.