Eyðimerkurrefur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyðimerkurrefur | |||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | |||||||||||||||
|
|||||||||||||||
|
|||||||||||||||
Vulpes zerda Zimmermann (1780) |
|||||||||||||||
|
- Eyðimerkurrefurinn var einnig gæluheiti þýska marskálksins Erwin Rommel
Eyðimerkurrefurinn er lítill refur sem lifir í Eyðimörkum Norður-Afríku (að strandlegjunni undanskilinni) og er auðkenndur á stórum eyrum sínum. Enda þótt sumir fræðimenn flokki eyðimerkurrefinn sem einu tegundina af ættkvíslinni Fennecus, er hann hér flokkaður sem tegund af ættkvísl refa (Vulpes).
Efnisyfirlit |
[breyta] Lýsing
Eyðimerkurrefurinn er minnsta hunddýrið og er einungis um 1,5 kg að þyngd. Refurinn er 20 cm á hæð við herðakamb og lengd skrokksins verður allt að 40 cm. Skottið bætir um það bil 25 cm við líkamslengdina. Eyrun geta verið allt að 15 cm löng. Dýrin líkjast oft gulum sandi eyðimerkurinnar á litinn sem hjálpar þeim að falla inn í umhverfið.
Hin löngu eyru eyðimerkurrefa hjálpa þeim að losa hita. Feldurinn getur endurkastað sólarljósi á daginn en varðveitt hita um nætur. Þykkur feldur verndar þófana frá heitum sandinum.
[breyta] Hegðun
Eyðimerkurrefir eru næturdýr. Um nætur veiða þeir sér nagdýr, skordýr, eðlur, fugla og egg til matar. Eyðimerkurrefir svala mestallri vatnsþörf sinni með vökva úr fæðuinni en borða þó stundum ber og lauf til að svala aukalegri vatnsþörf sinni.
Eyðimerkurrefir búa í stórum grenum (allt að 10 metra löngum) og oft með öðrum refum.
[breyta] Æxlun
Á vorin, eftir u.þ.b. 50 daga meðgöngu, fæðir kvenkyns eyðimerkurrefur 2-5 afkvæmi. Afkvæmin þarfnast mjólkur móður sinnar í u.þ.b. einn mánuð.
[breyta] Útbreiðsla
Eyðimerkurrefir eru sjaldséðir. Þeir eru oft veddir af mönnum, þrátt fyrir að þeir valdi mönnum alls engum skaða.
[breyta] Tamning
Eyðimerkurrefurinn er eina afbrigði refa sem hægt er að halda sem gæludýr. Þótt ekki megi líta á þá sem fyllilega tamdar skepnur er þó hægt að halda eyðimerkurrefi á sama hátt og menn halda hunda. Þó þarf að gæta að því að þeir sleppi ekki. Þeir eru snjallir að grafa hvers kyns holur svo að girðingar verða að ná djúpt niður í jörðina. Það er gríðarlega erfitt að ná aftur eyðimerkurrefum sem hafa eitt sinn sloppið.
Eyðimerkurrefir, sem eru haldnir sem gæludýr, eru venjulega mjög vingjarnlegir í garð ókunnugra og annarra gæludýra. Þeir eru aftur a móti afar iðnir og þurfa að fá útrás fyrir orkuna. Önnur gæludýr geta orðið uppgefin á yfirgengilegri þörf þeirra fyrir að leika sér.