Bananalýðveldi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bananalýðveldi er niðurlægjandi orð yfir þau lýðveldi sem hafa tíð ríkisstjórnarskipti. Orðið var fyrst notað yfir lönd í Mið-Ameríku og Karabískahafi sem höfðu spillta stjórnendur við taumana. Nafnið er dregið af atvinnuvegum í löndunum - að það séu ræktaðir bananar og fluttir út. Undir lok 19. aldar fór hugtakið að breiðast út eftir því sem kælitæknin batnaði og hægt var að flytja banana milli landa. Aðrir hugsuðu sér því gott til glóðarinnar og vildu múta einstaklingum innan ríkisstjórnar „bananalýðveldanna“.