Alexander Fleming
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sir Alexander Fleming (6. ágúst 1881 - 11. mars 1955) var skoskur líf- og lyfjafræðingur. Þekktur fyrir uppgötvun á ensím lysosom árið 1922 og einangrun penisílíns úr sveppnum Penicillium notatum árið 1928. Fyrir einangrunina hlaut hann Nóbelsverðlaun í Læknisfræði árið 1945. Hann var aðlaður árið 1944.