Öxarfjarðarhreppur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öxarfjarðarhreppur var hreppur í Öxarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu, austan Jökulsár á Fjöllum. Hreppurinn varð til, ásamt Fjallahreppi, árið 1893 þegar Skinnastaðarhreppi var skipt í tvennt. Náði hinn nýi hreppur frá ósum Sandár í norðri og fram á Hólssand í suðri.
17. febrúar 1991 sameinaðist Presthólahreppur Öxarfjarðarhreppi og Fjallahreppur 1. janúar 1994. Var hreppurinn þá orðinn 2687 km² að flatarmáli. Íbúar voru 330, þar af 139 á Kópaskeri (1. des. 2005). Höfðu flestir atvinnu af sjávarútvegi og landbúnaði.
Í janúar 2006 samþykktu íbúar Húsavíkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps sameiningu sveitarfélaganna. Tók hún gildi 10. júní sama ár, í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006, og fékk nýja sveitarfélagið nafnið Norðurþing.