Vigdís Finnbogadóttir
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vigdís Finnbogadóttir (fædd 15. apríl 1930) var 4. forseti Íslands og gegndi því embætti frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja.
[breyta] Æviágrip
Vigdís er dóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar og Sigríðar Eiríksdóttur, hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík (MR) árið 1949 og stundaði nám í Frakklandi á árunum 1949-1953. Hún lauk BA-prófi í frönsku og ensku við HÍ. Hún vann sem blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-57. Vigdís kom að stofnun leikhópsins Grímu (stofnuð 1962) og átti eftir að hafa meiri afskipti af leiklist síðar. Hún kenndi frönsku við MR og MH á árunum 1962-1972. Hún sá um frönskukennslu í sjónvarpinu frá 1970-1971. Hún kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ 1972-1980 og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur samhliða því.
Árið 1988 kom út bókin Ein á forsetavakt: dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur eftir Steinunni Sigurðardóttur sem lýsir tímabili þar sem höfundur fylgir eftir Vigdísi við leik og störf og segir frá því sem á daga hennar drífur.
Vigdís er velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og er meðlimur í Council of Women World Leaders. Frá 2001 hefur rannsóknarstofnum H.Í. í erlendum tungumálum verið kennd við Vigdísi, (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum).
[breyta] Tenglar
- Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
- Tungumál eru lykillinn að heiminum, viðtal við Vigdísi sem birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst 2005.
Forsetar Íslands | |
---|---|
Sveinn Björnsson | Ásgeir Ásgeirsson | Kristján Eldjárn | Vigdís Finnbogadóttir | Ólafur Ragnar Grímsson |