Stefán Jón Hafstein
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Jón Hafstein (f. 18. febrúar 1955) er stjórnmálamaður, fjölmiðlamaður og rithöfundur sem kom að stofnun Dægurmálaútvarps Rásar 2 og vakti þjóðarathygli fyrir stjórn sína á Meinhorninu og Þjóðarsálinni, þar sem hlustendum gafst færi á að hringja inn og tjá sig um ýmis málefni. Stefán er giftur Guðrúnu Kristínu Sigurðardóttur.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ævi
Foreldrar Stefáns eru, Hannes Þórður Hafstein (látinn) og Sigrún Stefánsdóttir. Stefán gekk í Vogaskóla og útskrifaðist 1975 frá Menntaskólanum við Tjörnina. Stundaði nám í ensku og bókmenntun við Háskóla Íslands. Lauk BA námi í fjölmiðlafræðum frá Polytechnic of Central London 1979.
Að námi loknu snéri Stefán heim til Íslands og starfaði sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1979-1982. Svo settist hann á ný á skólabekk og stundaði framhaldsnám í boðskiptafræðum við University of Pennsylvania 1983-85.
Að framhaldsnáminu loknu starfaði hann um hríð sem sendifulltrúi Rauða krossins í Genf og Eþíópíu, gengdi trúnaðarstörfum sem slíkur víðar. Hann starfaði svo sem dagskrárstjóri Rásar 2, dagskrárgerðarmaður Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Rásar 1. Stjórnandi spurningakeppninnar Gettu betur á árunum 1991-1994. Hann var ritstjóri dagblaðsins Dags-Tímans (síðar Dags) 1997-1999, með eigin rekstur 2000 og starfaði sem rekstrarstjóri hjá Eddu - miðlun og útgáfu 2001-2002).
[breyta] Stjórnmál
Stefán tók þátt í undirbúningi og stofnun Samfylkingarinnar árin 1999 og 2000. Hann var svo kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar 2001-2005. Var kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann, þar sem hann er fulltrúi Samfylkingarinnar. Hann hlaut fyrsta sæti á lista Samfylkingar í prófkjöri 2003. Hefur starfað sem formaður borgarráðs, formaður menntaráðs, formaður menningar- og ferðamálaráðs og formaður hverfisráðs Grafarvogs. Formaður Víkarinnar sjóminjasafns frá 2004. Í framboði til borgarstjórnar árið 2005 fyrir Samfylkinguna.
[breyta] Bækur
Fjórar bækur liggja eftir Stefán:
- Sagnaþulir samtímans, fjölmiðlar á öld upplýsinga (1987)
- Guðirnir eru geggjaðir, ferðasaga frá Afríku (1990)
- New York New York (1992)
- Fluguveiðisögur (2000) (sjá Flugur.is)