Okavangofljót
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Okavangofljót er fjórða lengsta fljót í sunnanverðri Afríku. Það rennur um 1700 kílómetra leið frá Angóla (þar sem það heitir Cubango-fljót), eftir landamærunum við Namibíu og inn í Botsvana þar sem það rennur út í Okavangofen við norðurenda Kalaharíeyðimerkurinnar.