Friðrik Þór Friðriksson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Friðrik Þór Friðriksson (fæddur 12. maí 1954) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndagerðarmaður. Þekktasta mynd hans er Börn náttúrunnar frá 1991 sem fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna, en fyrir þann tíma hafði hann gert hinar gríðarvinsælu (á Íslandi) heimildamyndir Rokk í Reykjavík og Kúrekar norðursins.
[breyta] Kvikmyndir
- Brennu Njáls saga, 1980 (stuttmynd)
- Eldsmiðurinn, 1981 (heimildamynd)
- Rokk í Reykjavík, 1982 (heimildamynd)
- Kúrekar norðursins, 1984 (heimildamynd)
- Hringurinn, 1985 (80 mínútna hraðspólun eftir hringveginum)
- Skytturnar, 1987
- Börn náttúrunnar, 1991
- Bíódagar, 1994
- Á köldum klaka, 1995
- Djöflaeyjan, 1996
- Englar alheimsins, 2000
- Fálkar, 2001
- Niceland, 2004