Framtíðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Þetta er grein um annað nemendafélaga Menntaskólans í Reykjavík. Fyrir það ókomna, sjá framtíð.
Málfundafélagið Framtíðin er elsta nemendafélag Íslands. Það var stofnað árið 1883 þegar tvö félög, Bandamannafélagið og Ingólfur, innan hins Lærða skóla voru sameinuð. Framtíðin var í upphafi stofnuð til að efla mælsku- og ritlist innan skólans en einnig var það stefna félagsins að halda skemmtanir fyrir nemendur. Félagið hefur staðið fyrir öflugri útgáfustarsemi og má þar helst nefna elsta skólablað landsins Skinfaxa sem kom fyrst út á skólaárinu 1897-1898.
Lengi vel einkenndist starf félagsins af pólítískri baráttu og var svo að innan félagsins skiptust menn í pólitískar fylkingar og voru stjórnir kosnar og settar af eftir stjórnmálaskoðunum. Margir stjórnmálamenn hafa byrjað feril sinn innan vébanda félagsins. Má þar helsta nefna fyrsta forseta Framtíðarinnar, Valtý Guðmundsson alþingismann, Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson forseta lýðveldisins Íslands. Af þessum sökum hefur félagið verið kallað elsti stjórnmálaskóli landsins.
Á síðari árum hefur áherslan á stjórnmál fengið að víkja fyrir fjölbreyttara starfi. Félagið byggir nú grundvöll sinn á ræðumennsku og sér meðal annars um Morfíslið skólans og innanskólaræðukeppnina Sólbjart. Félagið sá um lið skólans í spurningaþættinum Gettu betur framan af en þurfti að láta það af hendi til Skólafélagsins sökum fjárskorts. Það sér þó ennþá um innanskólaspurningakeppnina Ratatosk.
Félagið var lengi vel ekki opið fyrir busum og af þeim sökum varð að stofna nýtt nemendafélag, Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík, árið 1963 þegar lög um nemendaráð tóku gildi.
[breyta] Stjórnir Framtíðarinnar frá 1998 og '71-'75
1971
Forseti: Þórður Jónsson
Ritari: Gunnar Steinn Pálsson
Gjaldkeri: Valgeir Pálsson
Meðstjórnendur:
Sigurður Helgason
Gunnar Birgisson
Þórður sagði af sér sem forseti um miðjan nóvember 1971 og í kjölfarið sögðu Gunnar Steinn og Gunnar Birgisson af sér og buðu sig fram til forseta. Eftir kosningarnar var stjórnin þannig skipuð:
1971-1972
Forseti: Gunnar Steinn Pálsson
Ritari: Sigurður Helgason
Gjaldkeri: Valgeir Pálsson
Meðstjórnendur:
Ólafur Helgi Kjartansson
Benedikt Jóhannesson Zoëga
1972-1973
Forseti: Mörður Árnason
Ritari: Benedikt Jóhannesson
Gjaldkeri: Skúli Kjartansson
Meðstjórnendur:
Karl V. Matthíasson
Ríkarður Sigfússon
Eftir kosningar vorið 1972 var Karl V. Matthíasson ritari og Benedikt gjaldkeri en stjórnin ákvað um haustið að skipta með sér verkum eins og að ofan greinir.
1973-1974
Forseti: Benedikt Jóhannesson
Ritari: Þóranna Sigurbergsdóttir
Gjaldkeri: Björn Líndal
Meðstjórnendur:
Magnús Norðdahl
Gísli Georgsson
Magnús sagði af sér eftir áramótin og var Ágústa kosin í stað hans.
1974-1975
Forseti: Sigurður J. Grétarsson
Ritari: Ágústa
Gjaldkeri: Herdís Benediktsdóttir
Meðstjórnendur: Guðmundur K. Jóhannesson & Guðmundur Þóroddsson
Björn Líndal og Grímur Sæmundssen voru kosnir í stjórnina um vorið '74 en sögðu sig úr henni strax eftir kosningarnar.
1998-1999
Forseti: Ari Karlsson
Ritari: Jóhannes Benediktsson
Gjaldkeri: Haraldur B. Ingvarsson
Meðstjórnendur:
Halldór Snæland
Haraldur B. Ingvarsson
1999-2000
Forseti: Tómas Brynjólfsson
Ritari: Daníel Isebarn Ágústsson
Gjaldkeri: Ágúst Karl Karlsson
Meðstjórnendur:
Sigrún Norðdahl
Herdís Steingrímsdóttir
2000-2001
Forseti: Árni Helgason
Ritari: Sigrún Norðdahl
Gjaldkeri: Benedikt Einarsson
Meðstjórnendur:
Einar Sigurjón Oddsson
Guðríður Lára Þrastardóttir
2001-2002
Forseti: Jens Þórðarson
Ritari: Birgir Pétur Þorsteinsson
Gjaldkeri: Þorvarður Atli Þórsson
Meðstjórnendur:
Steinþór Rafn Matthíasson
Karl Ágúst Þorbergsson
2002-2003
Forseti: Einar Sigurjón Oddsson
Ritari: Grétar Már Ragnarsson Amazeen
Gjaldkeri: Erna Kristín Blöndal
Meðstjórnendur:
Þórður Gunnarsson
Jóhann Alfreð Kristinsson
2003-2004
Forseti: Jóhann Alfreð Kristinsson
Ritari: Þórður Gunnarsson
Gjaldkeri: Gunnar Eyþórsson
Meðstjórnendur:
Lovísa Arnardóttir
Björk Níelsdóttir
2004-2005
Forseti: Steindór Grétar Jónsson
Ritari: Gunnar Jóhannsson
Gjaldkeri: Grímur Jón Sigurðsson
Meðstjórnendur:
Fannar Freyr Ívarsson
Þorbjörg Pétursdóttir
2005-2006
Forseti: Fannar Freyr Ívarsson
Ritari: Gunnar Örn Guðmundsson
Gjaldkeri: Agnar Darri Lárusson
Meðstjórnendur:
Lena Snorradóttir
Erla Grímsdóttir
2006-2007
Forseti: Svanhvít Júlíusdóttir
Ritari: Guðrún Sóley Gestsdóttir
Gjaldkeri: Dagbjört Vésteinsdóttir
Meðstjórnendur:
Jón Benediktsson
Magnús Þorlákur Lúðvíksson