Engey (Kollafirði)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Engey er næststærsta eyjan á Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var nokkur byggð í eynni. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu og á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Búið var í eynni til 1950. Þar var kirkja til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.
Við eyjuna er kennd Engeyjarætt sem telur merkismenn eins og t.d. Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Björn Bjarnason, núverandi dóms- og kirkjumálaráðherra.
Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans.