Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Sagnbeyging - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Sagnbeyging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagnir greinast í þrennt eftir beygingum; veikar sagnir, sterkar sagnir og blandaðar sagnir. Frumhlutar sagnarinnar, sem aðrar orðmyndir hennar myndast af, kallast kennimyndir hennar.

Efnisyfirlit

[breyta] Veikar sagnir

Veikar sagnir hafa beygingarendingu í þátíð. Þær enda á -aði, -ði-, -di, -ti í 1. persónu eintölu, t.d. elska - elskaði, heyra - heyrði, deyfa - deyfði, dæma - dæmdi, telja - taldi, vaka - vakti, lenda - lenti o.s.frv. Í íslensku eru veikar sagnir miklu fleiri en sterkar.

[breyta] Sterkar sagnir

Sterkar sagnir í íslensku eru endingarlausar í þátíð fyrstu og þriðju persónu eintölu en enda á -st í 2. persónu eintölu. Dæmi; bíta - beit, fara - fór, bresta - brast, heita - hét; 2. pers. et. beist, fórst, brast, hést.

Fáeinar sagnir eru ýmist notaðar veikar eða sterkar, t.d. þiggja - þá og þáði, hrinda - hratt og hrinti, fela - fól og faldi. Kemur þá stundum fram merkingarmunur eftir því hvort sögnin er veik eða sterk.

[breyta] Blandaðar sagnir

Til blandaðra sagna í íslensku teljast núþálegar sagnir og ri-sagnir.

Núþálegar sagnir kallast svo sökum þess að nútíð sagnanna er er mynduð líkt og þátíð sterkra sagna, þ.e. með hljóðskiptum í stofni orðs. Þátíð þeirra er hins vegar veik og hefur sömu viðskeyti og þátíð veikra sagna. Þessar sagnir eru alls 11; eiga, mega, knega, unna, kunna, muna, munu, skulu, þurfa, vita, vilja.

ri-sagnir hafa endinguna -ri í þátíð en beygjast að öðru leyti sem sterkar sagnir. Þær eru 4 í nútíma íslensku; gróa, róa, núa, snúa.

[breyta] Kennimyndir sagna

Kennimyndir sagna eru áþekkar kenniföllum nafnorða og taka mynd af háttum sagnarinnar. Af þeim eru aðrar myndir sagnarinnar dregnar.


Kennimyndir veikra og -ri sagna eru þrjár:

  • Nútíð nafnháttar (nt.)
  • 1. persóna eintölu í framsöguhætti þátíðar (þt. et.)
  • Lýsingarháttur þátíðar (lh. þt.)

Hér er þetta sýnt með hjálparorðum:

nh. þt. et. lh. þt.
(að) mála (ég) málaði (ég hef) málað

Önnur og þriðja kennimynd verða til af sagnarstofni (nafnháttur að frádreginni endingunni -a) með endingum í þátíð; -aði, -ði, -di, -ti; og lýsingarhætti þátíðar; -að, -t.

-ri sagnirnar fjórar eru þannig í kennimyndum sínum:

nh. þt. et. lh. þt.
(að) gróa (ég) greri (ég hef) gróið
(að) róa (ég) reri (ég hef) róið
(að) núa (ég) neri (ég hef) núið
(að) snúa (ég) sneri (ég hef) snúið


Kennimyndir sterkra sagna eru fjórar:

  • Nútíð nafnháttar (nt.)
  • 1. persóna eintölu í framsöguhætti þátíðar (þt. et.)
  • 1. persóna fleirtölu í framsöguhætti þátíðar (þt. ft.)
  • Lýsingarháttur þátíðar (lh. þt.)

Sterkar sagnir hafa óreglulegri beygingu en veikar og hljóðskipti í stofni. Þess vegna verður að bæta einni kennimynd við til svo hægt sé að leiða út aðrar myndir:

nh. þt. et. þt. ft. lh. þt.
(að) bíta (ég) beit (við) bitum (ég hef) bitið

Orðabækur ættu að sýna þátíðarendingu veikra sagna; mála, -aði; en allar kennimyndir sterkra sagna (og núþálegra); bíta, beit, bitum, bitið.

Höfuðeinkenni sterkra sagna er að mynda þátíðarendingu með hljóðskiptum í stofni (sérhljóðabreytingum) og má skipta þeim í 6 flokka eftir því:

nh. þt. et. þt. ft. lh. þt.
(að) líta (ég) leit (við) litum (ég hef) litið
brjóta braut brutum brotið
binda batt bundum bundið
skera skar skárum skorið
lesa las lásum lesið
fara fór fórum farið

Rétt er að geta kennimynda tveggja vandasamra sagna:

nh. þt. et. þt. ft. lh. þt.
(að) valda (ég) olli (við) ollum/ullum (ég hef) valdið
hanga hékk héngum hangið


Kennimyndir núþálegra sagna eru einnig fjórar en önnur og þriðja kennimynd eru ekki hinar sömu og kennimyndar sterkra sagna:

  • Nútíð nafnháttar (nt.)
  • 1. persóna eintölu í framsöguhætti nútíðar (nt. et.)
  • 1. persóna eintölu í framsöguhætti þátíðar (þt. ft.)
  • Lýsingarháttur þátíðar (lh. þt.)

Kennimyndir allra núþálegra sagna í nútíma íslensku eru tíundaðar hér:

nh. nt. et. þt. ft. lh. þt.
(að) eiga (ég) á (ég) átti (ég hef) átt
kunna kann kunni kunnað
mega mátti mátt
muna man mundi munað
munu mun - -
skulu skal - -
unna ann unni unnað
vilja vil vildi viljað
vita veir vissi vitað
þurfa þarf þurfti þurft

Munu og skulu eru ófullkomnar sagnir og vantar því tvær síðustu kennimyndirnar en þó er til viðtengingarháttur þátíðar; mundi/myndi, skyldi.

[breyta] Afleiddar myndir sagna

[breyta] Heimildir

  • Bjarni Ólafsson. Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning, 1995. ISBN 9979308745
  • Björn Guðfinnson. Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun, án árs.
  • Þórunn Blöndal. Almenn málfræði. Mál og menning, 1985.

[breyta] Tengill

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com