Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Sagnorð - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Sagnorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sagnorð eða sagnir eru fallorð sem gefa til kynna athöfn eða breytingu á ástandi; hann slær, hún syngur. Þegar sögn er tiltekin ein og sér er smáorðið (stundum nefnt nafnháttarmerki) oft haft á undan henni; að lesa, að skrifa, að syngja. Þetta kallast nafnháttur sagnarinnar og er eitt helsta auðkenni sagnorða auk tíðbeygingar (ég les, ég las). Auk þess beygjast sagnir í persónu, tölu og hætti. Þá hafa sagnir í íslensku sterka, veika og blandaða beygingu. Loks hafa sagnir þrjár myndir.

Efnisyfirlit

[breyta] Persónur og tölur sagna

Íslensk sögn í persónuhætti stendur ýmist í fyrstu, annarri eða þriðju persónu, eintölu eða fleirtölu. Ég, við, vér (1. persónufornafn í nefnifalli) hefur með sér sögn í fyrstu persónu. Þú, þið þér (2. persónufornafn í nefnifalli) hefur með sér sögn í annarri persónu. Hann, hún, það, þeir, þær, þau (3. persónufornafn í nefnifalli) og önnur fallorð, t.d. nafnorð, hafa með sér sögn í þriðju persónu. Dæmi:

  • 1. pers. et.: Ég skrifa
  • 1. pers. ft.: Við skrifum
  • 2. pers. et.: Þú skrifar
  • 2. pers. ft.: Þið skrifið
  • 3. pers. et.: Hann/hún/það skrifar
  • 3. pers. ft.: Þeir/þær/þau skrifa

Sumar sagnir eru aðeins notaðar í þriðju persónu eintölu. Þær beygjast ekki eftir persónum en skýra aðeins frá því að eitthvað eigi sér stað, án þess að getið sé hver valdi því. Kallast slíkar sagnir ópersónulegar. Þessar sagnir eru margvíslegar en oft tákna þær veðurfar, komu dagstíma og árstíma, ástand eða líðan o.fl. Dæmi; snjóar, rignir,hitnar, kólnar, dagar, kvöldar, vorar, haustar, hungrar, þyrstir, batnar, versnar.

Fallorð fyrstu, annarrar eða þriðju persónu í aukafalli stendur oft með ópersónulegri sögn en ákveður þó ekki persónuna. Sögnin batnar er t.d. óbreytt hvort sem fyrir framan hana stendur mér, þér, okkur, ykkur o.s.frv. Þetta er vegna þess að fallorð í aukafalli ákveður aldrei persónu sagnar.

Ýmsar sagnir eru ýmist persónulegar eða ópersónulegar og veltur það á merkingunni hvort heldur er. Dæmi; sögnin að minna er persónuleg þegar hún merkir að minna einhvern á eitthvað en ópersónuleg er hún þegar hún merkir að minnast einhvers, ráma í eitthvað:

Persónuleg Ópersónuleg
Ég minni á loforðið 1. pers. et Mig minnir þetta 3. pers. et.
Við minnum á loforðið 1. pers. ft. Þig minnir þetta 3. pers. et.
Þú minnir hana á loforðið 2. pers. et. Hann minnir þetta 3. pers. et.
Þið minnið hana á loforðið 2. pers. ft Okkur minnir þetta 3. pers. et.
Hann minnir hana á loforði 3. pers. et. Ykkur minnir þetta 3. pers. et.
Þeir/þær/þau minnið hana á loforðið 3. pers. ft. Þá/þær/þau minnir þetta 3. pers. et.

Ópersónulega sögnin breytist ekki; er ávallt eins og 3. persóna eintölu persónulegu sagnarinnar. Meðal annarra sagna sem eru ýmis persónulegar eða ópersónulegar má nefna; bera, fjölga, fækka, leggja, reka.

Nokkrar ópersónulegar sagnir hafa fallorð í þolfalli; mig dreymir, fýsir, grunar, hungrar, langar, lystir, skortir, vantar, verkjar, þyrstir. Einhverjir hafa tilhneigingu til notkunar þágufalls með þessum sögnum, t.d. „?mér langar“, og er sú tilhneiging kölluð þágufallssýki. Þykir hún ekki til eftirbreytni. Ekki er ólíklegt að þessi „sýki“ stafi af því að nokkrar sagnir hafa fallorð í þágufalli; mér batnar, þykir, líkar, líður, gagnar, dugir, sem getur valdið ruglingi.

Sagnirnar hlakka (til) og kvíða eru persónulegar og ráðast því af nefnifalli; ég hlakka til, við kvíðum fyrir. Forðast ætti notkun aukafalla með þessum sögnum.

[breyta] Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir

Sagnir greinast í áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir. Sögn sem stýrir falli er áhrifssögn og veldur því að fallorð stendur í aukafalli (sem ásamt forsetningum er meginástæða þess að fallorð standa í aukafalli). Sögn sem ekki stýrir falli er áhrifslaus.

Fallorð sem áhrifssögn stýrir nefnist andlag, þ.e. andlag sagnarinnar. Fallorð sem stendur í nefnifalli með áhrifslausri sögn nefnist sagnfylling.

Dæmi: „Ég tek hnífinn“ (þf.) „Ég mætti manni“ (þgf.) „Ég þarfnast næðis“ (ef.)

Sagnir sem stýra þolfalli eru m.a.; eignast, fela, kaupa, nota. Sagnir sem stýra þágufalli eru m.a.; gleyma, henda, nenna, stela. Sagnir sem stjórna eignarfalli eru m.a.; bíða, sakna, spyrja, vænta.

Sumar sagnir stýra tveimur fallorðum. Dæmi: „Hann gefur kettinum (þgf.) silung (þf).“

Sagnir sem stjórna bæði þágufalli og þolfalli eru m.a.; gefa, selja, senda.

Sagnir sem stjórna bæði þágufalli og þágufalli eru m.a.; hóta, lofa, svara.

Sagnir sem stjórna bæði þolfalli og þágufalli eru m.a.; firra, ræna, svipta.

Sagnir sem stjórna bæði þolfalli og eignarfalli eru m.a.; letja, spyrja.

[breyta] Sjálfstæðar og ósjálfstæðar sagnir

Sögn er sjálfstæð þegar hún segir fulla hugsun ásamt því orði sem ákveður persónu hennar, t.d. maðurinn hlær. Annars er sögnin ósjálfstæð, t.d. maðurinn heitir....

Áhrifslausar, ósjálfstæðar sagnir eru fáar:

  • Í germynd; vera, verða, heita, þykja.
  • Í miðmynd; nefnast, kallast, reynast, sýnast, virðast.
  • Í þolmynd; vera nefndur, vera kallaður, vera talinn, vera sagður, vera álitinn o.fl.

[breyta] Heimildir

  • Bjarni Ólafsson. Íslenskur málfræðilykill. Mál og menning, 1995. ISBN 9979308745
  • Björn Guðfinnson. Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun, án árs.

[breyta] Tengt efni

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com