Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Hendrik Antoon Lorentz - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Hendrik Antoon Lorentz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hendrik Antoon Lorentz á málverki eftir Menso Kamerlingh Onnes (1916)
Enlarge
Hendrik Antoon Lorentz á málverki eftir Menso Kamerlingh Onnes (1916)

Hendrik Antoon Lorentz (f. 18. júlí 1853 í Arnhem, d. 4. febrúar 1928 í Haarlem) var hollenskur eðlisfræðingur. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1902 fyrir rannsóknir sínar á rafsegulgeislun.

Lorentz stundaði grunnskólann í Arnhem þangað til hann náði 13 ára aldri, þá fór hann í nýjan menntaskóla þar. Hann hóf nám við Háskólann í Leiden árið 1870 en tveim árum síðar sneri hann aftur til Arnhem til að stunda kvöldkennslu. Á meðan hann kenndi vann hann að doktorsverkefni sinu og hlaut Ph.D. gráðu sína 1875.

Í doktorsritgerð sinni endurskilgreindi Lortentz rafsegulfræði Maxwells og útkýrði betur speglun ljóss og ljósbrot. Nafn hans er núna tengt við Lorentz-Lorenz jöfnuna. Hann var settur sem prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði við Háskólann í Leiden árið 1878. Á meðan hann var þar vann hann aðallega að því að finna eina kenningu sem útskýrði sambandið á milli rafmagns, seglunar og ljóss. Lorentz gat sér til um að frumefni væru gerð úr hlöðnum eindum og kom með þá tillögu að sveiflun þessara agna væri uppruni ljóss. Þetta var sannað með tilraun árið 1896 af Pieter Zeeman, sem var lærisveinn Lorentz.

Árið 1895 þegar hann reyndi að útskýra niðurstöður Michelson-Morley tilrauninnar innleiddi hann hugmyndina um staðartíma (þ.e. að tíminn breytist mismunandi eftir staðsetningu). Hann lagði einnig til að hlutir sem nálguðust ljóshraða degðust saman í þá átt sem hluturinn hreyfðist (sjá Fitzgerald-Lorentz samdráttur). Árið 1904 (ári áður en Einstein birti sína grein) útvíkkaði Lorentz þessa vinnu og þróaði Lorentz ummyndanirnar. Þessar stærðfræðiformúlur lýstu grunnatriðum afstæðiskenningarinnar nefnilega massaaukningu, lengdarstyttingu og timalengingu sem eru einkennandi fyrir hlut á hreyfingu.

Lorentz var formaður fyrstu Solvey ráðstefnunnar sem var haldin í Brussel haustið 1911. Þessi ráðstefna leit á vandræðin sem stöfuðu af því að hafa tvær aðferðir til að lýsa heiminum, nefnilega klassísk aflfræði og skammtafræði. Hinsvegar samþykkti Lorentz aldrei skammtafræði og vonaði að hún yrði innlimuð í klassísku aðferðina. Lorentz varð forstöðumaður rannsókna við Teyler stofnunina í Haarlem, hann var þó áfram heiðursprófessor við Leiden og var með fyrirlestra þar í hverri viku. Lorentz var margheiðraður fyrir framlög sín til vísinda. Hann var kosinn meðlimur í Royal Society árið 1905. Þeir veittu Lorentz Rumford orðuna árið 1908 og Copley orðuna árið 1918.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Hendrik Antoon Lorentz er að finna á Wikimedia Commons.
Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com