Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Þágufall - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Þágufall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þágufall (dativus á latínu) er fall sem almennt er notað til að gefa til kynna með tilliti til hvers eitthvað er gert. Í þeim málum sem hafa þágufall er þágufallið oftast notað fyrir óbeint andlag. Frumlag ópersónulegra sagna er oft í þágufalli. Ofnotkun þágufalls er nefnd þágufallssýki.

Í sumum tungumálum hefur þágufallið tekið yfir hlutverk ýmissa falla sem dottið hafa úr málinu. Í íslensku er það til að mynda notað í stað tækisfalls, sem líklega datt úr forvera tungunnar löngu fyrir landnám. Dæmi um slíka notkun er setningin „Hann var stunginn rýtingi,“ þar sem rýtingi er notað eins og um tækisfall sé að ræða. Þá er talað um tækisþágufall. Sjá nánar um notkun þágufalls í íslensku hér að neðan.

Þágufall var eitt sinn algengt meðal indóevrópskra tungumála.

Tungumál sem hafa eða höfðu þágufall eru m.a.:

[breyta] Þágufall í forngrísku

Auk þess að vera notað fyrir óbein andlög og fyrir frumlag margra ópersónulegra sagna hefur þágufall ýmisskonar hlutverk í grísku. T.d.:

  • Dativus commodi / incommodi: Gefur til kynna í hvers þágu / óþágu eitthvað er gert.
  • Dativus ethicus: Persónufornöfn í þágufalli geta gefið til kynna undrun, aðfinnslu eða væga óræða tilvísun og eru oft ekki þýdd.
  • Dativus instrumentalis: Tækisþágufall; gefur til kynna með hverju eitthvað er gert.
  • Dativus modi: Háttarþágufall; gefur til kynna hvernig eitthvað er gert.
  • Dativus causae: Þágufall orsakarinnar; gefur til kynna orsök einhvers.
  • Dativus temporis: Tímaþágufall; gefur til kynna hvenær eitthvað gerist.
  • Dativus loci: Staðarþágufall; gefur til kynna hvar eitthvað er eða gerist.
  • Dativus differentiae. Þágufall minsmunarins; gefur til kynna mun á einhverju sem borið er saman.
  • Dativus societivus; gefur til kynna þátttöku.
  • Dativus comitativus; gefur til kynna fylgni
  • Dativus agentis; Þágufall gerandans; gefur til kynna geranda.
  • Dativus possessivus: Eignarþágufall; gefur til kynna eiganda einhvers.

[breyta] Þágufall í íslensku

Föll í íslensku
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall

Þágufall er fall í íslensku sem fallorð geta tekið. Hægt er að finna þágufall með því að setja „frá“ fyrir framan fallorð. Þágufallið af persónufornafninu „ég“ er þá „mér“ (sbr. frá mér).

Í íslensku er þágufall m.a. notað fyrir óbeint andlag en getur aukafallsliður í þágufalli haft sérhæfðari notkun, þ.á m.:

  • Staðarþágufall: Gefur til kynna staðsetningu. Dæmi: „Á hverfisfundinum sagði Jón Jónsson, Reykjarvíkurvegi 2, Hafnarfirði, að ...“
  • Tímaþágufall: Gefur til kynna hvenær eitthvað gerist. Dæmi: „Stúlkan las öllum stundum.“ (ath. muninn á tímaþágufalli og tímaþolfalli í íslensku; þágufallið gefur til kynna hvenær eitthvað gerist eða innan hvaða tímabils en þolfallið gefur til kynna hversu lengi eitthvað varir. Sbr. „Stúlkan las allan daginn“).
  • Tækisþágufall: Gefur til kynna með hverju eitthvað er gert. Dæmi: „Jón var stunginn rýtingi.“
  • Háttarþágufall: Gefur til kynna hvernig eitthvað er gert. Dæmi: „Þeir unnu baki brotnu“; „þeir unnu hörðum höndum“.
  • Þágufall mismunarins: Gefur til kynna mismun á einhverju sem borið er saman. Dæmi: „Jón er miklu stærri en Halldór.“
  • Þágufall samanburðarins: Gefur til kynna eitthvað sem eitthvað annað er borið saman við. Dæmi: „Enginn er öðrum fremri í þessu“; „Maður á að hlusta á sér vitrari menn.“

Margar ópersónulegar sagnir taka frumlag í þágufalli. Dæmi: „Mér líkar þetta vel“.

[breyta] Þágufall í latínu

Í latínu er þágufall m.a. notað á eftirfarandi hátt:

  • Sem óbeint andlag. Dæmi: hanc pecuniam mihi dat („Hann gefur mér þennan pening“).
  • Dativus commodi / incommodi: Gefur til kynna í hvers þágu / óþágu eitthvað er gert. Dæmi: Rem publicam nobis servavit („Hann bjargaði ríkinu fyrir okkur“).
  • Dativus possessivus: Gefur til kynna eiganda þess, sem stýrandi orð stendur fyrir: Dæmi: Est mihi filius (orðrétt: „mér er sonur“, þ.e. „ég á son“).
  • Dativus finalis: Gefur til kynna tilgang. Dæmi: Veni operi faciendo („Ég kom til að vinna verkið“).
  • Dativus agentis: Gefur til kynna geranda. Dæmi: Haec nobis agenda sunt („Við verðum að gera þessa hluti“).
  • Dativus ethicus: Persónufornöfn í þágufalli geta gefið til kynna undrun, aðfinnslu eða væga óræða tilvísun og eru oft ekki þýdd. Dæmi: Quid mihi Celsus agit? („Hvað er hann Celsus eiginlega að gera?“).
  • Dativus separativus: Sagnir sem merkja að fjalægja eða svipta taka oft með sér þágufall. Dæmi: Gladium mihi rapuit („Hann hrifsaði af mér sverðið“).

Frumlag ópersónulegra sagna er oft í þágufalli.


Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Þágufall er að finna í Wikiorðabókinni.

Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk.
  Þú getur hjálpað til með því að bæta við hana, eða með því að flokka hana betur.  

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com