Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Sauðfé - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Sauðfé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sauðfé
Ástand stofns: Húsdýr
Swaledale kind
Swaledale kind
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Klaufdýr (Artiodactyla)
Ætt: Slíðurhyrningar (Bovidae)
Undirætt: Caprinae
Ættkvísl: Ovis
Tegund: O. aries
Fræðiheiti
Ovis aries
Linnaeus (1758)

Sauðfé (Ovis Aries) eru ullarklædd, fjórfætt jórturdýr af ættkvíslinni Ovis. Sauðfjárkyn heimsins eru talin koma frá Ovis orientalis sem finnst í fjallendum Tyrklands og Írans, en vísbendingar eru um það sauðfjárkyn frá því um 9.000 f.Kr.[1]

Efnisyfirlit

[breyta] Hjörðin

Sauðfé er hóp- og flóttadýr sem getur hlaupið undan óvini sínum. Við meiri ræktun og aukna áherslu á kjötgæði hefur hraði dýrsins minnkað umtalsvert. Þó hefur náttúrulegum óvinum fækkað, því nú er fénu víðast hvar haldið innan girðingar og eftirlit haft með því. Margar sauðfjártegundir eru hyrndar til að verjast árás en einnig til að berjast um tign og stöðu í fjárhópnum. Einnig eru til hnýflóttar kindur (sem hafa lítil og/eða óregluleg horn) og kollótt fé, sem hefur ekki horn.

Fengitími ánna er hjá flestum kynjum að hausti og kallast það að kindin sé blæsma, eða gangi, 30 til 36 klukkustundum fyrir egglos. Beiðslishringurinn tekur 16 til 17 daga, það er að ærnar ganga á svo margra daga fresti. Meðganga er nokkuð mismunandi milli tegunda, en algeng lengd er 142 dagar. Þegar ærin fæðir afkvæmi sitt kallast það burður. Mjög algengt er að ærnar eigi 2 lömb hver, en bæði færri og fleiri afkvæmi eru einnig algeng. Ekki gengur burðurinn alltaf sem skyldi og því þarf maðurinn stundum að grípa inn í, sérstaklega ef lömbin eru flækt saman, þau komi einungis með höfuð aftur í grind eða komi á afturlöppunum. Við eðlilegan burð liggur höfuð lambsins milli beggja framlappanna.

[breyta] Tegundir

Romney-kindur
Enlarge
Romney-kindur

Í heiminum eru margar sauðfjártegundir sem hafa ólíka eiginleika. Sumar eru ræktaðar til kjötframleiðslu, aðrar til ullarframleiðslu og sumar til mjólkurframleiðslu. Margar tegundir búa yfir ólíkum eiginleikum, t.d. íslenska sauðkindin, sem bæði er nýtt til kjöt- og ullarframleiðslu. Ólíkar tegundir hafa ólíka liti og líkamsbyggingu, auk þess sem ullin er ólík milli þeirra. Sumar tegundir hafa í raun ekki ull, heldur eru frekar hærðar og missa undirhárin (þelið) á sumrin og haustin. Þessar tegundir þrífast frekar þar sem er heitt í veðri og eru einnig vinsælar sem tómstundadýr eða félagar.

[breyta] Nafngiftir

Afkvæmi kinda kallast lömb, hrútlömb eru karlkyns en gimbrar kvenkyns. Fullorðin kvenkyns kind kallast ær en karlkynið nefnist hrútur. Geltur hrútur kallast geldingur fyrsta veturinn en síðar sauður. Kindur á fyrsta vetri kallast einu nafni gemlingar eða gemsar.

Móðurlaus lömb sem gefið er úr pela eða flösku kallast heimalningar (heimaalningar) eða heimalingar, heimagangar eða pelalömb. Lömb sem eru móðurlaus en fá ekki mjólk úr pela kallast graslömb.

[breyta] Menningararfur

Í kristinni trú merkir lamb hið saklausa og góða en jafnframt var Jesús Kristur góði fjárhirðirinn. Fjárhirðar koma fram á fleiri stöðum í kristinni trú, en einnig í gyðingdómi, þar sem gyðingar fagna frelsi sínu frá Egyptalandi.

Hrútur er stjörnutákn sem varir frá 21. mars til 19. apríl samkvæmt vestrænni stjörnuspá, en frá 19. apríl til 13. maí samkvæmt Hindúatrú og austurlenskri stjörnuspeki.

[breyta] Heimildir

  1. Groundbreaking Scientific Experiments, Inventions & Discoveries of the Ancient World; ISBN 0-313-31342-3

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com