Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
24 (sjónvarpsþáttur) - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

24 (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

24 er bandarískur sjónvarpsmyndaflokkur, sem Fox Network framleiðir fyrir fyrirtæki Rons Howard Imagine Entertainment og er sýnd víða um heim.

Hver árgangur fjallar um atburði eins dags í lífi Jacks Bauer, alríkislögreglumanns hjá Counter Terrorist Unit eða CTU í Los Angeles, sem leikinn er af Kiefer Sutherland. Þátturinn sjallar einnig um samstarfsfólk Jacks hjá CTU í Los Angeles, ýmsa hryðjuverkamenn og starfsfólk Hvíta hússins.

Rauntímaeðli þáttanna gefur þeim yfirbragð mikillar spennu, sem lögð er áhersla á með tifandi stafrænni klukku sem birtist af og til, m.a. fyrir og eftir auglýsingahlé og í enda hvers þáttar. Í hverjum þætti er sýnt frá atburðum á ýmsum stöðum og fylgt er eftir ævintýrum ólíkra persóna sem allar eru flæktar í sömu atburðarásina.

Joel Surnow og Robert Cochran skópu 24 en fyrsti þátturinn var sýndur árið 2001.

Efnisyfirlit

[breyta] Yfirlit yfir efni hvers árgangs

Hingað til hefur hver árgangur fylgt svipaðri formúlu. Þættirnir, sem gerast að verulegu leyti í Los Angeles, snúast einkum um baráttu Jacks Bauer og Counter Terrorist Unit þegar þjóðaröryggi Bandaríkjanna er ógnað, m.a. af hryðjuverkamönnum. Ýmsar fórnir sem koma á óvart, svik og annað ráðabrugg eru algeng. Auk aðalógnarinnar eru ýmsar aukaatburðarásir í hverjum árgangi, sem vara allnokkra þætti og eru samofnar meginatburðarásinni, sem hefur sjálf tilhneigingu til þess að einu sinni eða tvisvar þegar líður á árganginn. Jack Bauer stendur oft frammi fyrir gríðarmikilli persónulegri sálarangist.

Hver árgangur gerist á „rauntíma“ og hefst á ólíkum tíma dags. Hver þáttur lýsir atburðum einnar klukkustundar og hver árgangur lýsir atburðum sólarhrings og er 24 þættir. Hver þáttur hefst á því að Kiefer Sutherland í gervi Jack Bauer segir: „Eftirfarandi gerist milli [tími] og [tími]“.

  • Í fyrsti árgangi hefst hver þáttur á því að Kiefer Sutherland les línuna: „Eftirfarandi gerist milli [tími] og [tími] á degi forsetaforvalskosninganna í Kaliforníu“.


[breyta] 1. árgangur

Í fyrsta árgangi eru hryðjuverkamenn með það á prjónunum að ráða af dögum forsetaframbjóðandann, David Palmer, en hryðjuverkamennirnir hafa augastað á eiginkonu Jacks Bauer og dóttur þeirra að Bauer óvörum. Jack grunar að fólk sem hann vinnur með kunni að hafa átt hlut að máli í hvoru tveggja og reynir samtímis að verja Palmer og komast til botns í því hvers vegna konu hans og dóttur hefur verið rænt.

[breyta] 2. árgangur

Í öðrum árgangi tekst Jack á við dauða konu sinnar og versnandi samband sitt við dóttur sína, sem telur að hættuleg atvinna Jacks hafi valdið dauða móður sinnar. Bauer er ekki lengur á launaskrá hins opinbera en forseti Bandaríkjanna, David Palmer, reiðir sig á Jack sem eina manninn sem hann getur treyst til að komast til botns í því hver sé að hóta að sprengja kjarnorkusprengju í Los Angeles og til að hindra að það gerist. Samtímis þessu verður til aukaatburðarás í kringum Kate Warner, sem er að skipuleggja brúðkaup systur sinnar og verðandi mágs síns, þegar CTU grunar að brúðguminn gæti verið viðriðinn áform hryðjuverkamannanna.

[breyta] 3. árgangur

Í þriðja árgangi hefur Jack snúið aftur til starfa eftir að hafa lokið verkefni undir dulargevi, þar sem hann komst inn í raðir Salazar fjölskyldunnar, sem er eiturlyfjahringur með tengsl við hryðjuverkamenn. Á sama tíma er líki, sem er sýkt af dauðlegri veiru, kastað úr sendibíl hjá höfuðstöðvum heilbrigðisyfirvalda alríkisins. Hinn nýi félagi Jacks er ungur en hæfur maður, Chase Edmunds, sem á í ástarsambandi með dóttur Jacks, sem nú vinnur fyrir CTU. Jack og Chase verða nú að finna hryðjuverkamennina, sem bera ábyrgð á veiru-árásinni og eyða öllum sýnum veirunnar áður en henni er sleppt út í andrúmsloftið. Í þessum árgangi á Jack einnig við eiturlyfjavanda að stríða, sem á uppruna sinn í síðasta verkefni hans.

[breyta] 4. árgangur

Í fjórða árgangi vinnur Jack Bauer í Washington D.C. fyrir varnarmálaráðuneytið en á í ástarsambandi með dóttur varnarmálaráðherrans, Audrey Raines. CTU starfar nú undir nýjum skipunum frá forsetanum en nýr yfirmaður CTU kallar Jack á sinn fund vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar. Varnarmálaráðherranum og dóttur hans er hins vegar rænt og Jack verður að reyna að bjarga þeim úr haldi ræningjanna. Eftir að þeim er bjargað átta þau sig á að mannránið var notað til að dylja áform um að valda ofhitnun og bráðnun í bandarískum kjarnorkuverum um land allt. En þetta reynist aftur vera einungis toppurinn á ísjakanum.

[breyta] 5. árgangur

Í fimmta árgangi hefur Jack breytt nafni sínu í Frank Flynn og er að reyna að hefja nýtt líf utan CTU en honum berast þær fregnir að reynt hefði verið að ráða af dögum alla þá sem vissu að hann væri enn á lífi og að Palmer, fyrrverandi forseti, og Michelle Dessler, fyrrum samstarfskona Jacks, hefðu verið drepin. Einhver hefur reynt að koma sökinni á Jack og hann verður ásamt starffólki CTU að finna út hver stendur á bak við ráðabruggið samtímis því að hafa uppi á stolnu sentox taugagasi og uppræta samsæri sem teygir sig alla leið til Hvíta hússins og vopnaframleiðandans Omicron Corporation.

[breyta] Aðalleikarar

Þetta er listi yfir þá sem fara með aðallutverkin í 5. árgangi. Ítarlegra yfirlit má finna á lista yfir persónur í 24.

  • Kiefer Sutherland sem Jack Bauer (1.-5. árgangur)
  • Kim Raver sem Audrey Raines (4.-5. árgangur)
  • Mary Lynn Rajskub sem Chloe O'Brian (3.-5. árgangur)
  • Gregory Itzin sem Charles Logan, forseti (4.-5. árgangur)
  • James Morrison sem Bill Buchanan (4.-5. árgangur)
  • Roger Cross sem Curtis Manning (4.-5. árgangur)
  • Jean Smart sem Martha Logan (5. árgangur)
  • William Devane sem James Heller, varnarmálaráðherra (4.-5. árgangur)
  • Jude Ciccolella sem Mike Novick, starfsmannastjóri Hvíta hússins (1., 2., 4. og 5. árgangur)
  • Glenn Morshower sem Aaron Pierce (1.-5. árgangur)
  • Peter Weller sem Christopher Henderson (5. árgangur)

[breyta] Heimild

[breyta] Tenglar


24
Árgangar: Dagur 1 | Dagur 2 | Dagur 3 | Dagur 4 | Dagur 5 | Dagur 6
Varningur: 24: The Game | The Soundtrack
Annað: Counter Terrorist Unit
Persónur:
Bauer fjölskyldan: Jack Bauer | Teri Bauer | Kim Bauer
Starfsfólk Counter Terrorist Unit : Tony Almeida | Michelle Dessler | Chloe O'Brian | Ryan Chappelle | George Mason
Bill Buchanan | Chase Edmunds | Edgar Stiles | Curtis Manning | Gael Ortega | Lynn McGill | Erin Driscoll
Jamey Farrell | Karen Hayes | Miles Papazian | Milo Pressman | Adam Kaufman | Sarah Gavin | Paula Schaeffer | Carrie Bendis | Harry Swinton
Forsetar, fjölskyldur og starfsfólk Hvíta hússins: David Palmer | Charles Logan | John Keeler
Hal Gardner | Jim Prescott | Sherry Palmer | Martha Logan | Mike Novick
Aaron Pierce | Wayne Palmer | Walt Cummings | Evelyn Martin | Lynne Kresge | Roger Stanton
Keith Palmer | Nicole Palmer
Varnarmálaráðuneytið: James Heller | Audrey Raines | Mark DeSalvo
Þorparar: Mandy | Ira Gaines | Andre Drazen | Alexis Drazen | Victor Drazen | Nina Myers | Marie Warner | Syed Ali | Peter Kingsley | Max | Ramon Salazar | Michael Amador | Stephen Saunders | Navi Araz | Habib Marwan
Vladimir Bierko | Christopher Henderson | Graham
Aðrir: Kate Warner | James Nathanson

Sjá einnig Lista yfir persónur í 24

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com