Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Seifsstyttan í Ólympíu - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Seifsstyttan í Ólympíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mynd af Seifsstyttunni í Ólympíu í Grikklandi
Enlarge
Mynd af Seifsstyttunni í Ólympíu í Grikklandi
Grískur peningur frá 125 e.Kr. með mynd Seifsstyttunnar
Enlarge
Grískur peningur frá 125 e.Kr. með mynd Seifsstyttunnar

Seifsstyttan í Ólympíu í Grikklandi var eitt af sjö undrum veraldar. Hún var að líkindum stærsta stytta, sem nokkurn tímann hefur verið gerð innanhúss. Hún stóð í hofi Seifs og er talin hafa verið um 12 metra há (40 fet), sem er ámóta og hæð venjulegs 4 hæða húss. Styttan sýndi Seif sitjandi í hásæti, skikkjuklæddan og með ólívukrans á höfði. Í hægri lófa sér hélt hann á vængjaðri gyðju sigursins, Níke, sem var mjög smávaxin í samanburði við Seifsstyttuna sjálfa, en var þó stærri en nokkur maður. Í vinstri hendi hélt hann veldissprota, sem á sat örn. Seifur var sveipaður skikkju, sem gerð var úr gulli og féll í fellingum niður fætur hans. Að ofan var hann að nokkru leyti nakinn og allt bert hold var gert úr fílabeini. Dökkir hlutar styttunnar voru gerðir úr íbenviði. Öll styttan og hásætið voru ríkulega skreytt með gleri, gimsteinum og dýrum málmum, einnig var sætið allt útskorið og málað. Framan við styttuna var sérstök tjörn á gólfinu, sem þjónaði því hlutverki að endurvarpa sólarljósinu, sem barst inn um dyrnar, upp á styttuna og veita henni þannig dýrðarljóma í rökkrinu innan musterisveggjanna.


Smíði styttunnar lauk á 3. ári eftir 85. Ólympíuleikana, eða árið 438 fyrir Krist að því er talið er. Styttusmiðurinn hét Feidías. Sagt var að faðir Seifs á himnum væri Krónos, en Feidías væri faðir Seifs á jörðu. Þessi mesta stytta allra tíma stóð í meira en 800 ár. Hún skemmdist allnokkuð í jarðskjálfta um 170 fyrir Krist. Samt stóð hún enn um margar aldir. Að lokum var hún rifin í sundur, líklega að undirlagi Konstantíns keisara, og pakkað niður, því að til stóð að flytja hana til Konstantínópel. Af því varð þó aldrei og að lokum fórst styttan í eldi um það bil árið 462 eftir Krist. Musterið stóð mun lengur, en féll þó í jarðskjálfta á 6. öld. Rústir þess hafa verið grafnar upp.


Það er haft fyrir satt að andlit Krists eins og það lítur út á íkonamyndum miðalda og í rétttrúnaðarkirkjunni, sé í raun andlit Seifsstyttunnar. Mynd af styttunni og höfði hennar er til á grískum bronspeningi frá um það bil 125 eftir Krist og á rómverskum peningi frá sama tíma.


Til eru fjölmargar lýsingar á Seifsstyttunni, bæði í bundnu máli og óbundnu, skrifaðar af mönnum, sem sannanlega sáu hana.


Heimild: John & Elizabeth Romer. The Seven Wonders Of The World: A History Of The Modern Imagination. Henry Holt and Company - New York, 1995. ISBN 0-8050-4122-2

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com