Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Pierre Curie - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Pierre Curie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pierre Curie
Pierre Curie

Pierre Curie (15. maí 185919. apríl 1906) var franskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi. Hann var frumkvöðull í rannsóknum á kristallafræði, segulfræði, þrýstirafhrifum og geislavirkni.

Pierre fæddist í París og var í heimanámi hjá föður sínum fyrstu ár ævi sinnar. Snemma sýndi hann mikla hæfileika í stærðfræði og rúmfræði og á 18. ári hafði hann lokið námi sem samsvaraði háskólaprófi en fór ekki beint áfram í doktorsnám vegna skorts á fjármagni. Þess í stað fór hann að vinna sem aðstoðarmaður í rannsóknarstofu í Sorbonne.

1880 tókst Pierre og eldri bróður hans Jacques að sýna fram á að ákveðnar gerðir kristalla mynduðu rafspennu ef þrýstingi var beitt á þá, og nefnast þessi áhrif þrýstirahrif. Ári seinna sýndu þeir fram á hið gagnstæða, að kristallar gætu afmyndast þegar þeir væru settir í rafsvið. Næstum öll nútímatækni byggist á þessum hrifum því hægt er að gera góða sveifla með nokkuð nákvæmnri tíðni með því að nota þessi efni.

Áður en Pierre lauk rannsóknum sínum á sviði segulfræði, sem hann fékk doktorsgráðu fyrir, hannaði hann mjög nákvæmna snúningsvog sem hann notaði til að mæla fasta í segulfræði. Mismunandi útgáfur af þessu tæki urðu vinsæl mælitæki innan segulfræðinnar. Hann rannsakaði járnseglun, meðseglun og mótseglun fyrir doktorsnám sitt og uppgötvaði áhrif hitastigs á meðseglun sem í dag er þekkt sem lögmál Curies. Hann uppgötvaði einnig að járnseglandi efni breyttu seguleiginleikum sínum við ákveðið hitastig og er þetta hitastig nefnt eftir honum, Curie-markið.

Pierre giftist Marie Sklodowska 25. júlí árið 1895 og hófst þar með vísindasamstarf sem átti eftir að gerbylta heiminum. Fyrsta sameiginlega afrek þeirra var að einangra bæði pólón og radín.

Önnur afrek Pierres voru uppgötvun á stöðugri útgeislun varma frá radíni og rannsóknir á eiginleikum geislavirkni. Með notkun segulsviðs komst hann að því að sum útgeislun var jákvætt hlaðin, sum neikvætt hlaðin og restin með enga hleðslu. Rutherford nefndi þessar agnir síðar alpha, beta og gamma.

Árið 1903 fengu Curie-hjónin nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Henri Becquerel fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.

Einingin curie fyrir geislavirkni er nefnd eftir hjónunum og samsvarar 3,7 \times 1010 hrörnunum á sekúndu.

Pierre var orðinn veiklulegur um þetta leyti af völdum geislaveiki, en áhrif geislavirkni á líkamann voru ekki þekkt á þessum tíma. Hann þurfti þó ekki að veslast upp og deyja af þeim sökum, því að hann lenti í slysi árið 1906 sem varð honum að aldurtila. Marie Curie, kona hans, lést hinsvegar af geislaveiki.

Pierre og Marie eignuðust tvær dætur og varð önnur þeirra, Irene Joliet-Curie merkur eðlisfræðingur. Hin dóttirin, Eva, giftist H. R. Labouisse sem tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna árið 1965 sem hann var forstöðumaður fyrir. Eva birti einnig ævisögu móður sinnar.

Wikimedia Commons merkið
Margmiðlunarefni tengt Pierre Curie er að finna á Wikimedia Commons.
Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com