Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Vestfirðir - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Vestfirðir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestfirðir
Enlarge
Vestfirðir
Kort af Vestfjörðum.
Enlarge
Kort af Vestfjörðum.

Vestfirðir eru norðvesturhluti Íslands eða svæðið sem nær frá Gilsfirði, um Reykhólasveit, Barðaströnd og Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð, Dýrafjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Ísafjarðardjúp, Snæfjallaströnd, Jökulfirði og Hornstrandir, niður Strandir að botni Hrútafjarðar.

Norðurhluti Breiðafjarðar telst einnig til Vestfjarða. Frá Bitrufirði að botni Gilsfjarðar er stutt leið, og svæðið er þannig vel landfræðilega afmarkað. Svæðið einkennist af djúpum fjörðum, miklu fuglalífi og auðugum fiskimiðum. Þar bjuggu á miðöldum helstu auðmenn Íslands. Áður fyrr byggði afkoma fólks að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og hefðbundnum búskap. Á Vestfjörðum eru margir bæir og þorp þar sem afkoman byggir að stærstum hluta á sjávarútvegi og þjónustu.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu, en nú er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslu, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Vestfirðir eru frá 1999 hluti af Norðvesturkjördæmi.


[breyta] Sveitarfélög

Sveitarfélög á Vestfjörðum réttsælis:

[breyta] Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum

Árið 2003 hófst verkefnið „Átak um eflingu sveitarstjórnarstigsins“ á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Sérstök sameiningarnefnd var sett á laggirnar af því tilefni, hennar hlutverk var að gera tillögur um mögulegar sameiningar íslenskra sveitarfélaga. Hvað varðaði Vestfirði, lagði sameiningarnefndin upphaflega til að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinist og að Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur sameinist í eitt sveitarfélag. Einnig lagði hún til að öll sveitarfélög á Ströndum sameinist í eitt sveitarfélag, utan Bæjarhreppur sem sameinist Húnaþingi vestra austur yfir Hrútafjörð. Þá var einnig lagt til að Reykhólahreppur sameinist Dalabyggð og Saurbæjarhreppi.

Síðar var fallið frá hugmyndum um sameiningu Bolungarvíkur, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps vegna andstöðu viðkomandi sveitarstjórna. Kosið var um hinar tillögurnar í öllum viðkomandi sveitarfélögum þann 8. október 2005 en sameiningartillögur voru allsstaðar felldar á Vestfjörðum nema í Broddaneshreppi. Broddaneshreppur og Hólmavíkurhreppur héldu þó aðra atkvæðagreiðlu í apríl 2006 þar sem sameining þeirra var samþykkt, nýja sveitarfélagið hlaut nafnið Strandabyggð og tók til starfa 10. júní 2006.

[breyta] Heimild

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com