Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Mannsheilinn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Mannsheilinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinina og nafnavenjurnar til að bæta hana.
Mynd af mannsheila, tekin með MRI-skanna
Enlarge
Mynd af mannsheila, tekin með MRI-skanna

Mannsheilinn ásamt mænu myndar miðtaugakerfið. Hann er gerður úr fjölmörgum taugaþráðum. Heilinn vegur um 1.4 kg (um 2% af líkamsmassa) og þrátt fyrir lítinn massa tekur hann til sín um 20% af blóðinu sem hjartað dælir frá sér (á mínútu) og um 20% af súrefninu sem líkaminn notar. Skortur á súrefni í heila getur valdið varanlegum frumudauða, sem getur orsakað einhverskonar vanhæfni einstaklingsins, en það er mjög misjafnt á milli einstaklinga og er fátt algilt í þessum efnum. Miðað er við að manneskja geti verið súrefnislaus í þrjár til fjórar mínútur án þess að hljóta af varanlegan heilaskaða.

Efnisyfirlit

[breyta] Svæði heilans

Heilanum er skipt í nokkur svæði:

[breyta] Mænukylfa

Mænukylfan eða medulla oblongata, er hluti af heilanum, hún er neðsti hluti heilastofnsins og mænan í beinu framhaldi af henni niður á við í mannslíkamanum.

Það er mænukylfan sem ber „ábyrgð“ á því að vinstri hluti heilans stjórnar hægri hluta líkamans og hægri hluti heilans stjórnar vinstri hluta líkamans, vegna þess að það er í mænukylfunni sem að ákveðnar boðbrautir víxlast.

Í mænukylfunni eru líka lífsnauðsynlegar heilastöðvar; heilastöð sem stjórnar hjartslætti, æðastjórnstöð sem stillir blóðþrýsting og svo öndunarstöð sem stjórnar öndun. Einnig eru heilastöðvar sem stýra ýmsum viðbrögðum eins og uppköstum, hnerra, hósta og kyngingu.

[breyta] Brú

Brú, pons, tengir saman ýmsa hluta hluta heilans. Auk þess á ein öndunarstöð aðsetur í brúnni.

Það sem er einna merkilegast við þetta svæði er það að hér víxlast taugabrautir; allar innboðstaugar sem koma frá hægri hlið líkamans og bera heilanum skynáreiti víxlast í brúnni og liggja yfir til vinstra heilahvelsins og öfugt.

[breyta] Miðheili

Í miðheila, mesencephalon, eru sjónviðbragsstöðvar fyrir höfuð og hreyfingar augnknatta og svo er líka skiptistöð fyrir upplýsingar tengdar heyrn.

[breyta] Milliheili

Milliheili, diencephalon, skiptist í þrjú svæði

[breyta] Stúkan

Stúkan, thalamus sér um að tengja ánægju eða óánægju við skynjunarboð frá taugum, endurvarpa taugaboðum frá nokkrum skynfærum til stóra heila og gegnir mikilvægu hlutverki varðandi svefn og vöku.

[breyta] Undirstúkan

Undirstúkan, hypothalamus, hefur fjölmörg hlutverk, meðal annars:

  • Hún stillir líkamshitann
  • Matarlystar- og mettunarstöðvar í henni stilla átþörf.
  • Hún tekur þátt í viðhaldi vökvajafnvægis og þar er þorstastöðin staðsett.
  • Hún hefur áhrif á kynhegðun og geðshræringar.
  • Miðstöðvar í henni meta hvort atburðir eru ánægjulegir eða sársaukafullir.
  • Hún tengir saman taugakerfi og innkirtla og hún er líka mikilvægur tengiliður milli hugar og líkamsstarfsemi.
  • Hún viðheldur jafnvægi í líkamanum.

[breyta] Heilaköngull

Heilaköngullinn telst til innkirtlakerfisins.

[breyta] Heilahnykill (Litli heili)

Heilahnykill (litli heili), cerebellum, er næststærsti hluti heilans

Hlutverk heilahnykilsins eru:

  • Gera vöðvahreyfingar líkamans mjúkar
  • Stuðla að vöðvaspennu og þar að leiðandi réttstöðu líkamans
  • Vinna úr upplýsingum sem berast frá líffærum jafnvægisstöðunnar í inneyra og nota þær til að halda jafnvægi.

[breyta] Hjarni (Stóri heili)

Í hjarna eða stóra heila, cerebrum, sem er stærsti hluti heilans, er miðstöð æðri hugsana, gáfnafars, rökhugsunar, minnis, tungutaks og vitundar. Hann sér líka um túlkun meðvitaðrar skynjunar og stjórnun hreyfinga. Þökk sé hjarna höfum við eiginleika sem skyldar lífverur hafa ekki; siðferðiskennd, ljóðagerð, listsköpun hvers konar og hæfileika til að uppgötva allskyns hluti. (Sjá nánar Heili: nám.)

Ysta lag hjarna er að miklu leyti gert úr gránuvef, substantia grisea, og er það lag nefnt hjarnabörkur, complex cerebi. Innan við þennan börk er hvítuvefur, substantia alba.

Það er einmitt þessi hjarnabörkur sem greinir taugakerfi mannsins frá skyldum lífverum og gefur okkur suma af þeim eiginleikum sem voru nefndir hér að ofan.

Hlutverk hjarna er þríþætt:

  • Skynjun
  • Hreyfing
  • Tenging

Skipting hjarna:

[breyta] Heilabörkur (cerebral cortex)

Heilabörkurinn er ysta lag gránuefnisins sem umlykur heilann. Maðurinn hefur hlutfallslega stærstan heilabörk allra dýra. Taugabrautir í heilaberki gegna mikilvægu hlutverki í ýmiss konar hugarferlum og hreyfistjórn.

[breyta] Heilabotnskjarnar (basal ganglia)

Heilabotnskjarnar, einnig kallaðir grunnlæg heilahnoð, gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Þeir eru þrír:

  • Bleikjuhnöttur (globus pallidus)
  • Rófukjarni (caudate nucleus)
  • Skel (putamen)

[breyta] Randkerfi (limbic system)

Randkerfið, eða limbíska kerfið, sér um ýmsa þætti tilfinninga og minnis. Þær heilastöðvar sem tilheyra randkerfinu eru:

  • Dreki (hippocampus)
  • Fornix
  • Randbörkur (limbic cortex)
  • Mandla (amygdala)
  • Stúka (thalamus, aðeins hlutar hennar tilheyra þó randkerfinu)
  • Undirstúka (hypothalamus, aðeins hlutar hennar tilheyra þó randkerfinu)

[breyta] Áhrif umhverfisins á heilann

Tilraunir hafa leitt í ljós að reynsla getur valdið breytingum í heila, bæði efnafræðilegum og líkamlegum. Ýmislegt er þó óljóst í þessum efnum.

Rannsóknir sem beinast að því að kanna tengsl heila og umhverfis gefa til kynna að áreiti snemma á æviferlinum sé mjög afgerandi fyrir taugar, hreyfingar og gáfnaþroska barna.

Á öðrum tungumálum
Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com