Thor Vilhjálmsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thor Vilhjálmsson (f. 12. ágúst 1925) er íslenskur rithöfundur, ljóskáld og þýðandi, fæddur í Edinborg. Thor er, ásamt Guðbergi Bergssyni og Svövu Jakobsdóttur talinn einn af höfundum nýju skáldsögunnar í módernískum anda sem á Íslandi kom ekki fram fyrr en undir 1965. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga, þ.á m. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1998 fyrir skáldsöguna Morgunþula í stráum. Hann er faðir rithöfundarins Guðmundar Andra Thorssonar.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ritverk
[breyta] Ferðasögur
- Hvað er San Marino? : ferðaþættir og fleira
- Regn á rykið : ferðaþættir og fleira
- Svipir dagsins og nótt
- Undir gervitungli : ferðaþættir
[breyta] Fræðibækur
- Eldur í laufi
- Fiskur í sjó, fugl úr beini
[breyta] Íslenskar þýðingar
- Alkemistinn, Paulo Coehlo
- Austurlenskar sögur
- Dagleiðin langa inn í nótt : leikrit í fjórum þáttum, Eugene O'Neill
- Dáið þér Brahms
- Hlutskipti manns
- Horfðu reiður um öxl : leikrit í þrem þáttum, John Osborne
- Hús andanna, Isabel Allende
- Júlíus
- Lát hjartað ráða för
- Nafn rósarinnar, Umberto Eco
[breyta] Leikrit
- Ætlar blessuð manneskjan að gefa upp andann? : Burlesca da camera
[breyta] Ljóð
- Ljóð mynd
- Snöggfærðar sýnir
- Sporrækt
- Stríðsmenn andans
[breyta] Skáldsögur
- Fljótt, fljótt sagði fuglinn
- Folda : þrjár skýrslur
- Fuglaskottís
- Grámosinn glóir
- Mánasigð
- Morgunþula í stráum
- Náttvíg
- Óp bjöllunnar
- Sveigur
- Turnleikhúsið
- Tvílýsi : myndir á sýningu
[breyta] Smásögur
- Andlit í spegli dropans
- Dagar mannsins
- Maðurinn er alltaf einn
- Skuggarafskýjum