Terry Pratchett
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Terence David John Pratchett OBE (28. apríl 1948) er enskur ævintýrarithöfundur, líklega þekktastur fyrir Discworld bókaröðina. Frá því í mars 2005 hefur hann selt u.þ.b. 40 milljón bækur á heimsvísu. Hann er álitinn einn af bestu háðsádeiluhöfundum sem skrifa á ensku á okkar dögum og hefur verið borinn saman við rithöfunda á borð við Douglas Adams, Jonathan Swift, Charles Dickens, Lewis Carroll, Evelyn Waugh og P. G. Wodehouse.