Robert Oppenheimer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
J. Robert Oppenheimer (22. apríl, 1904 - 18. febrúar, 1967) var bandarískur eðlisfræðingur af þýskum gyðingaættum og yfirmaður vísindarannsókna við Manhattan verkefnið, sem var sett á laggirnar í seinni heimstyrjöldinni í því skyni að smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna í Los Alamos rannsóknarstöðinni í Nýju Mexíkó. Oppenheimer sem nefndur hefur verið „faðir atómsprengjunnar“ harmaði smíði kjarnorkusprengjunnar og eyðingamátt hennar eftir að hún var notuð á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.