Mæðiveiki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mæðiveiki er smitandi sjúkdómur í sauðfé.
Mæðiveiki barst til Íslands með innflutningi Karakúlfjár árið 1933 og í framhaldi af því var landinu skipt niður fjárskiptahólf með varnargirðingum sem síðan hafa einnig nýst vel í baráttunni við aðra smitsjúkdóma í skepnum eins og riðuveiki. Votamæði og þurramæði var síðan útrýmt með stórfelldum niðurskurði á fé og fjárflutningum á milli svæða.