Lindá
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lindá kallast á sem hefur upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem vatn sprettur fram úr bergi. Hitastig og vatnsmagn lindáa eru jöfn allt árið og við upptökin leggur þær ekki. Lindár eru tærar og lygnar, auk þess sem bakkar þeirra eru vel grónir.
Stærsta lindá á Íslandi er Sogið, sem rennur úr Þingvallavatni og myndar Ölfusá þar sem það rennur í Hvítá.