Kristján Danaprins
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristján Danaprins (Christian Valdemar Henri John, eða Kristján Valdimar Hinrik Jón) er sonur Friðriks krónprins Danmerkur og Maríu krónprinsessu. Hann fæddist á háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn þann 15. október 2005 kl. 01:57 að dönskum tíma og vó 3,5 kíló og var 51 cm að lengd.
Sem frumburður þeirra er hann annar í röðinni á eftir föður sínum að dönsku krúnunni.
Prinsinn var skírður þann 21. janúar 2006 í kirkju Kristjánsborgarhallar. Hann á átta guðforeldra; Hákon og Mette-Marit af Noregi, Viktoríu, krónprinsessu Svía, Jóakim Danaprins (bróður Friðriks), Pavlos, krónprins Grikklands (að nafninu til), Jane Stephens (elstu systur Maríu) og tvo vini Maríu og Friðriks.
Þegar og ef Kristján tekur við af föður sínum mun hann að öllum líkindum verða Kristján 11.