Hold
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hold var fjögurra laga stuttskífa (tólf-tomma) hljómsveitarinnar HAM sem kom út í takmörkuðu upplagi hjá Smekkleysu SF árið 1988. Á umslagi plötunnar og veggmynd sem því fylgdi var alblóðugur maður nakinn á bílskúrsgólfi með bundið fyrir augun. Það plötuumslag vakti hörð viðbrögð.
Á stuttskífunni hold má finna lög eins og Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, þáverandi dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, bannaði sýningu myndbands við lagið Trúboðasleikjari í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Breiðskífan Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð.