Henri Becquerel
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Antoine Henri Becquerel (15. desember, 1852 – 25. ágúst, 1908) var franskur eðlisfræðingur, nóbelsverðlaunahafi og einn þeirra sem uppgötvaði geislavirkni.
Becquerel var fæddur í París inn í fjölskyldu fulla af vísindamönnum og með honum og syni hans voru 4 ættliðir af vísindamönnum. Hann lærði náttúruvísindi við École Polytechnique og verkfræði við École des Ponts et Chaussées. Árið 1892 varð hann þriðji fjölskyldumeðlimurinn til að verma stól yfirmanns eðlisfræðideildarinnar í náttúruvísindasafninu í Frakklandi (Muséum National d'Histoire Naturelle). 1894 varð hann síðan yfirverkfræðingur deildar sem sá um brúar og vegasmíði í Frakklandi.
1896 uppgötvaði hann óvart geislavirkni meðan hann var að rannsaka fosfórljómun frá úran salti. Fyrir þessa uppgötvun deildi hann nóbelsverðlaunun í eðlisfræði árið 1903 með Pierre og Marie Curie og honum til heiðurs var SI einingin fyrir geislavirkni nefnd eftir honum og kallast bequerel (Bq).