Grábrók
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grábrók er um 170 metra hár gjallgígur norðaustan við Hreðavatn. Grábrók er stærst þriggja gíga á stuttri gossprungu. Úr þessum gígum Stóru-Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðabrók) og Litlu-Grábrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3000 árum.
Vinsælt er að ganga upp á Grábrók, það er auðveld gönguleið og þangað liggur göngustígur með góðum tröppum.