FL Group
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
FL Group er fjárfestingarfyrirtæki með sérstaka áherslu á fjárfestingar í flugrekstri og ferðaþjónustu og er stærst á sínu sviði á Íslandi. Fyrir 10. mars 2005 hét fyrirtækið Flugleiðir, en það er enn oft kallað það í daglegu tali. Fyrirtækið varð til árið 1973 við sameiningu flugfélaganna Flugfélags Íslands og Loftleiða.
FL Group skiptist í 3 aðskilin rekstarsvið, FL Group, Icelandair Group og FL Travel Group auk þess sem 22. október 2005 tilkynnti FL Group fyrirhuguð kaup sín á danska lággjalda flugfélagið Sterling Airways. Kaupin eiga svo að ganga í gegn árið 2006.
Mest áberandi hluti starfseminnar á Íslandi eru flugfélögin Icelandair og Flugfélag Íslands en hlutverk hinna dótturfélaganna, Icelandair Group og FL Travel Group er að mestu leyti að sjá um þjónustu við þau, farþega þeirra og önnur flugfélög þar sem hið fyrrnefnda einbeitir sér að flutningum erlendis til og beintengda þjónustu við flugvélar á meðan hið síðarnefnda er innanlands armur samstæðunnar.
[breyta] Stjórn FL Group
Listinn er líkast til ekki réttur þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarið og ný stjórn verður kosin 1. nóvember 2005.
- Hannes Smárason (Forstjóri)
- Skarphéðinn Berg Steinarsson (Stjórnarformaður)
- Þorsteinn M Jónsson (varaformaður)
Varamenn:
- Einar Örn Jónsson
- Gunnar Þorláksson
[breyta] Dótturfyrirtæki
- Flugfélag Íslands
- Fjárvakur
- Icelandair
- Icelandair - Hertz bílaleiga
- Icelandair Cargo ehf.
- Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf.
- Flugleiðahótel hf.
- Ferðaþjónusta Íslands hf.
- Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf.
- Íslandsferðir
- Loftleiðir Icelandic
- Kynnisferðir sf.
- Icelease ehf.
- Bluebird Cargo ehf.
- Fraktflutningar ehf.
- FL Fjárfestingarfélag