Einræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einræði er stjórnarfar þar sem einn leiðtogi, hópur eða flokkur fer með alræðisvald óháð lögum, stjórnarskrá eða öðrum stofnunum. Í klassískri fornöld vísaði einræði til þess valds sem einstökum fulltrúum var gefið á neyðartímum. Vald þeirra var þó ekki óbundið af lögum. Á 20. öld hefur hugtakið verið notað sem yfirheiti yfir flokksræðisstjórnir, herforingjastjórnir og aðrar gerræðisstjórnir.