Baula
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baula er keilumyndað fjall úr líparíti vestan Norðurárdals í Borgarfirði. Baula er 934 m há og myndaðist í troðgosi fyrir rúmlega 3 milljónum ára. Fjallið var fyrst klifið svo vitað sé árið 1851 og þótti það vera afrek.