Austurríki-Ungverjaland
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurríki-Ungverjaland eða Austurrísk-ungverska keisaradæmið (formlegt heiti á þýsku: Die im Reichsrat vertretenen Königreiche und Länder und die Länder der heiligen ungarischen Stephanskrone) var konungssambandsríki í Mið-Evrópu frá 1867 til 1918, myndað af Austurríska keisaradæminu og Ungverska konungdæminu. Það leystist upp í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinnar og skiptist eftir það milli ríkjanna Austurríkis, Ungverjalands, Tékkóslóvakíu, Ríkis Slóvena, Króata og Serba (sem síðar varð hluti Júgóslavíu) og Póllands.
Höfuðborg ríkisins var Vínarborg.